Allar fréttir

Andlát: Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson er látinn, 85 ára að aldri. Vilhjálmur ávann sér frægð með að verða fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum, er hann vann silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Hann varð síðar fyrsti skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum.

Lesa meira

„Viljum fá allt samfélagið með“

Stofnfundur Hinsegin Austurlands, félags hinsegin fólks á Austurlandi, fjölskyldna og velunnara, verður haldinn á morgun, laugardag. Hvatinn að stofnuninni er að styðja við hinsegin fólk á svæðinu og gera það sýnilegra í austfirsku samfélagi.

Lesa meira

Jólayfirheyrslan: Bakstur, rjómi og Sigmund Freud

Marta Zielinska býr á Stöðvafirði og starfar í Kerskála í Alcoa. Henni fannst starfið erfitt í fyrstu en er mjög ánægð núna. Hún starfar sem leiðtogi á D vakt. Undanfarið hefur vakið athygli á Facebook fyrir falleg stjörnubrauð sem hefur verið að baka fyrir ættingja og vini. Marta er í yfirheyrslu vikunnar. 

Lesa meira

Fjarðaál hrósar starfsmönnum Landsnets

Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls hafa komið á framfæri þökkum til starfsmanna Landsnets fyrir mikla vinnu við að koma Fljótsdalslínu 4, sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð í álverið, í gagnið fyrir jól.

Lesa meira

Markmiðið að hafa fleiri úti í sal en uppi á sviði

Pönksveitin DDT skordýraeitur úr Neskaupstað heldur útgáfutónleika sína í Egilsbúð í kvöld. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar „Brennivín og berjasaft“ kom út skömmu fyrir jól og rataði í jólapakkana hjá mörgum Norðfirðingum.

Lesa meira

Von á hvössum suðvestanvindi í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörum fyrir Austurland og Austfirði seinni partinn í dag og kvöld. Von er á hvössum suðvestanvindi sem trúlega hefur mest áhrif á norðanverðu svæðinu og Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Hugvekja og annáll Krabbameinsfélags Austfjarða

Krabbameinsfélag Austfjarða var með markmið á árinu og eitt þeirra var að vera sýnilegra og koma meira í umræðuna því sem við höfum uppá að bjóða. Við fórum í samstarf við sálfræðinga og fjölskylduráðgjafa sem við bjóðum okkar fólki upp á að kostnaðarlausu. Við fórum í að útbúa einblöðung til að dreifa á allar heilsugæslustöðvar á okkar svæði um hvað við bjóðum upp á.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar