Allar fréttir
Jafnvægi í skammdeginu
Það er hlýtt inni í stofu og ég er búin að kveikja á tveimur lömpum og nokkrum kertum. Mér er samt kalt og myrkrið, sem er það eina sem sést út um alla glugga, liggur eins og þyngingarsæng á augnlokunum á mér. Kaffi er hætt að virka og farið að hafa öfug áhrif, einn blundur fyrir hvern bolla.Samþykkt að selja Rafveitu Reyðarfjarðar
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að selja Rafveitu Reyðarfjarðar til Rarik og Orkusölunnar fyrir samanlagt um 570 milljónir króna. Salan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Fjarðalistans, Framsóknarflokks og Miðflokks. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn sölunni þar sem þeir vildu kanna frekar áhuga Íslenskrar orkumiðlunar á hluta Rafveitunnar en lýstu þó þeirri skoðun sinni að rétt væri að selja hana.Ofnarnir á fullu í þrjár vikur við að baka jólabrauð
Það er nóg að gera hjá bakaríinu Sesam á Reyðarfirði í aðdraganda jóla. Bökunarofnarnir ganga þar nær samfleytt vikum saman við að baka kökur og tertur sem Austfirðingar gæða sér á um jólin.Söluandvirðið fyrst og fremst nýtt til endurbóta á íþróttahúsinu
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð hafa heitið Reyðfirðingum að söluandvirði Rafveitu Reyðarfjarðar verði nýtt á staðnum, einkum í að endurnýja íþróttahús staðarins. Íbúar hafa barist fyrir úrbótum á aðstöðunni en þykir mörgum hverjum erfitt að þurfa að fórna rafveitunni í staðinn.Stefán Grímur hættir í sveitarstjórn
Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps, hefur óskað eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn frá og með áramótum vegna búferlaflutninga.„Óútskýranlegir atburðir urðu kveikjan að bókinni"
Eskfirðingurinn Benný Sif Ísleifsdóttir var að gefa út sína þriðju bók núna fyrir jólin, barnabókin Álfarannsóknina. Bókin er sjálfstætt framhald Jólasveinarannsóknarinnar sem kom út í fyrra. Álfarannsóknin er eins og Jólasveinarannsóknin, fyrir alla þá sem hafa áhuga á leyndardómsfullum atburðum. Að auki hefur Benný Sif skrifað skáldsöguna Gríma sem er fyrir fullorðna lesendur en hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2018 fyrir þá bók.