Íþrótta og tómstundanefnd Fjarðabyggðar tók fyrir erindi frá aðalstjórn Austra á síðasta fundi sínum. Stjórn Austra vill að farið verði í breytingu á deiluskipulagi svo hægt verði að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarkjarna Eskifjarðar.
Fjarðarheiðargöng verða efst á lista nýrrar jarðgangaáætlunar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, leggur fyrir Alþingi á næstu dögum samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun. Axarvegi verður flýtt með álagningu veggjalds.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi á mánudag tvo karlmenn um þrítugt í 10 mánaða fangelsi hvorn fyrir umfangsmikla kannabisræktun á tveimur stöðum á Austurlandi. Hluti refsingar þeirra er skilorðsbundin.
Á föstudaginn síðasta var fyrirkomulagi á mötuneyti Seyðisfjaðarskóla breytt. Skólinn, Hótel Aldan, félagsheimilið Herðubreið og LungA skólinn vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat í Herðubreið.
Alcoa Foundation veitti Verkmenntaskólanum á dögunum styrk. Hann er ætlaður til að styrkja dreifnámið sem skólinn byrjaði að bjóða upp á fyrir um ári síðan.
Þota með kvikmyndatökuliði sem starfa mun við gerð nýjustu myndar George Clooney lenti á Egilsstaðaflugvelli í gær. Annasamt hefur verið á vellinum síðustu daga.