Verkmenntaskóli Austurlands fær styrk vegna dreifnáms
Alcoa Foundation veitti Verkmenntaskólanum á dögunum styrk. Hann er ætlaður til að styrkja dreifnámið sem skólinn byrjaði að bjóða upp á fyrir um ári síðan.
Alcoa Foundation veitti Verkmenntaskólanum á dögunum styrk. Hann er ætlaður til að styrkja dreifnámið sem skólinn byrjaði að bjóða upp á fyrir um ári síðan.
Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari Verkmenntaskólans tók á móti styrknum fyrir hönd skólans. Styrkurinn hljómar upp á 20.000 dollara eða um 2.5 milljón. Dagmar Ýr Stefánsdóttir veitti styrkinn fyrir hönd Alcoa Foundation
Lilja segir það vera ómetanlegt fyrir skólann þegar hann nýtur góðs úr atvinnulífinu, frá fyrirtækjum í kring eins og Alcoa í þessu tilfelli.
„Við byrjuðum fyrir rúmu ári síðan með dreifnám í vélvirkjun, velstjórn og rafvirkjun. Það felur í sér að koma til móts við atvinnulífið eða einstakling í atvinnulífinu. Þetta snýst um að finna tíma sem hentar nemendum.
Bóklegir áfangar eru í boði á netinu og verstæðin eru opin tvö kvöld í viku. Nemendur geta komið kl.17:00 á daginn og verið fram á kvöld og nýtt sér verkstæðin. Sumir geta nýtt sér dagskólann og það er auðvitað í boði líka,“ segir Lilja Guðný
Hún segir að þetta virki mjög vel. Þau hafi meira að segja þurft að vísa frá nemendum í grunnnám rafiðna. Það var allt orðið yfirfullt. Þeir sem vilja kynna sér námið betur geta haft samband við skólann.
Styrkurinn afhentur. Mynd BKG