Verkmenntaskóli Austurlands fær styrk vegna dreifnáms

Alcoa Foundation veitti Verkmenntaskólanum á dögunum styrk. Hann er ætlaður til að styrkja dreifnámið sem skólinn byrjaði að bjóða upp á fyrir um ári síðan. 

 

Alcoa Foundation veitti Verkmenntaskólanum á dögunum styrk. Hann er ætlaður til að styrkja dreifnámið sem skólinn byrjaði að bjóða upp á fyrir um ári síðan. 

Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari Verkmenntaskólans tók á móti styrknum fyrir hönd skólans. Styrkurinn hljómar upp á 20.000 dollara eða  um 2.5 milljón. Dagmar Ýr Stefánsdóttir veitti styrkinn fyrir hönd Alcoa Foundation

Lilja segir það vera ómetanlegt fyrir skólann þegar hann nýtur góðs úr atvinnulífinu, frá fyrirtækjum í kring eins og Alcoa í þessu tilfelli. 

„Við byrjuðum fyrir rúmu ári síðan með dreifnám í vélvirkjun, velstjórn og rafvirkjun. Það felur í sér að koma til móts við atvinnulífið eða einstakling í atvinnulífinu. Þetta snýst um að finna tíma sem hentar nemendum. 

Bóklegir áfangar eru í boði á netinu og verstæðin eru opin tvö kvöld í viku. Nemendur geta komið kl.17:00 á daginn og verið fram á kvöld og nýtt sér verkstæðin. Sumir geta nýtt sér dagskólann og það er auðvitað í boði líka,“ segir Lilja Guðný

Hún segir að þetta virki mjög vel. Þau hafi meira að segja þurft að vísa frá nemendum í grunnnám rafiðna. Það var allt orðið yfirfullt. Þeir sem vilja kynna sér námið betur geta haft samband við skólann. 

 

Styrkurinn afhentur. Mynd BKG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.