Allar fréttir
Sótti sjó í fjörðinn, fór á Youtube og sló inn: How to make salt
Birkir Helgason lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og var ráðlagt af lækni að leita sér að öðrum starfsvettvangi. Hann starfaði áður sem kokkur en leitaði ekki langt yfir skammt heldur út í fjörð. Þar nældi hann sér í sjó. Hann framleiðir nú salt með þremur bragðtegundum og var að bæta við kryddsmjöri í vöruúrval sitt.
Sameiningar sveitarfélaga: Er eftir einhverju að bíða?
Fjöldi krefjandi verkefna bíður nú sveitarfélaga á Íslandi við að þjónusta íbúa sína betur. Kröfurnar aukast sífellt. Mörg þeirra eiga erfitt með að mæta þeim. Sum geta það alls ekki. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þau svara því ekki kröfum tímans verða undir og dæmast að lokum úr leik til búsetu. Stöðnun og óbreytanleiki, í síbreytilegu nútíma samfélagi, er stysta leiðin að endalokunum. Að vera á hliðarlínunni í skjóli horfa á en þiggja, vera ekki þátttakandi, getur ekki verið í boði mikið lengur.Mikilvægar kosningar
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.Þetta eru mikilvægar kosningar.
Sjálfbærni í Hallormstaðaskóla
Námið í Hallormstaðaskóla hefur tekið miklum breytingum og leggur núna mikla áherlslu á sjálfbærni. Á morgun, þann 23. október heldur skólinn einmitt upp á Sjálfbærnidaginn og í tilefni dagsins verður haldið opið málþing.