Allar fréttir

Þriggja bíla árekstur á Fagradal

Þrír bílar skullu saman á veginum utan í Grænafelli, á leiðinni frá Reyðarfirði upp á Fagradal, um kvöldmatarleytið í gær. Fjögur önnur óhöpp urðu í vetrarfærð á Austurlandi í gær.

Lesa meira

Sótti sjó í fjörðinn, fór á Youtube og sló inn: How to make salt

Birkir Helgason lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og var ráðlagt af lækni að leita sér að öðrum starfsvettvangi. Hann starfaði áður sem kokkur en leitaði ekki langt yfir skammt heldur út í fjörð. Þar nældi hann sér í sjó. Hann framleiðir nú salt með þremur bragðtegundum og var að bæta við kryddsmjöri í vöruúrval sitt.

Lesa meira

Sameiningar sveitarfélaga: Er eftir einhverju að bíða?

Fjöldi krefjandi verkefna bíður nú sveitarfélaga á Íslandi við að þjónusta íbúa sína betur. Kröfurnar aukast sífellt. Mörg þeirra eiga erfitt með að mæta þeim. Sum geta það alls ekki. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þau svara því ekki kröfum tímans verða undir og dæmast að lokum úr leik til búsetu. Stöðnun og óbreytanleiki, í síbreytilegu nútíma samfélagi, er stysta leiðin að endalokunum. Að vera á hliðarlínunni í skjóli horfa á en þiggja, vera ekki þátttakandi, getur ekki verið í boði mikið lengur.

Lesa meira

Mikilvægar kosningar

Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Þetta eru mikilvægar kosningar.

Lesa meira

Sjálfbærni í Hallormstaðaskóla

Námið í Hallormstaðaskóla hefur tekið miklum breytingum og leggur núna mikla áherlslu á sjálfbærni. Á morgun, þann 23. október heldur skólinn einmitt upp á Sjálfbærnidaginn og í tilefni dagsins verður haldið opið málþing. 

Lesa meira

Fáir í salnum sem aldrei höfðu farið í andaglas

Forláta borð til að spila andaglas á var meðal þeirra gripa sem sýndir voru á Eiðum um helgina í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að Alþýðuskólinn var settur í fyrsta sinn. Ýmsar sögur eru til frá fyrrum nemendum skólans af skilaboðum anda sem komu sér fyrir í glösunum.

Lesa meira

Flutningabíll út af á Fjarðarheiði

Flutningabíll fór út af í Norðurbrún á Fjarðarheiði í morgunn. Engin slys urðu á fólki. Ferjan Norræna flýtti för sinni til og frá landinu vegna veðurs.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.