Allar fréttir

Une Misére, Vintage Caravan og Vicky stóðu upp úr á Eistnaflugi

Hljómsveitirnar Une Misére, Vintage Caravan og Vicky áttu bestu tónleikana á nýafstöðnu Eistnaflugi að mati dómnefndar Austurgluggans. Margir fögnuðu áherslu á íslenskar hljómsveitir en settu um leið spurningamerki við hversu vel Egilsbúð væri í stakk búin fyrir hátíðina.

Lesa meira

Axarvegur í samvinnu ríkis og einkaaðila?

Axarvegur er ein þeirra framkvæmda sem ráðist verður í á næstunni í samvinnu ríkis og einkaaðila verði frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að fela einkaaðilum fjármögnun vegaframkvæmda að lögum.

Lesa meira

Gleði og gaman á LungA - Myndir

Listahátíðinni LungA á Seyðisfirði lauk um helgina með stórtónleikum og uppskeruhátíð. Austurfrétt var meðal þeirra sem mættu á svæðið og fangaði stemminguna.

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingum þykir vænt um Franska daga

Dagskrá bæjarhátíðar Fáskrúðsfirðinga, Franskra daga, hófst í gærkvöldi þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segist hlakka til að sjá afrakstur undirbúningsvinnunnar.

Lesa meira

Dyrfjallahlaup breyttist í Breiðuvíkurhlaup

Vegna þoku var brugðið á það ráð að hlaupa frá Borgarfirði yfir í Breiðuvík frekar en upp í Dyrfjöll í árlegu Dyrfjallahlaupi sem fram fór um helgina. Skipuleggjandi segir það hafa komið á óvart hversu mikil ánægja var með varaleiðina. Þorsteinn Roy Jóhannsson og Elísabet Margeirsdóttir komu fyrst í mark eftir að hafa fylgst að nær alla leiðina.

Lesa meira

Efniviður í listaverkin af ruslahaugunum

Endurnýting efniviðar í listsköpun var áberandi á uppskeruhátíð listahátíðarinnar LungA á föstudag. Leiðbeinendur í listasmiðjum vikunnar beindu þátttakendum markvisst inn á þær brautir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar