Allar fréttir

Óheimilt að kveikja varðeld innanbæjar

Óheimilt er að kveikja opinn eld í þéttbýli, nema með sérstöku leyfi slökkviliðs. Eldurinn getur bæði angrað og ógnað nánasta umhverfi. Verksummerk má sjá eftir slíkan gjörning um helgina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Ungmenni í dreifbýli dragast aftur úr

Í byrjun mánaðarins var kynnt fyrir Norrænu ráðherranefndinni ný skýrsla frá Nordregio, stofnun um norrænar byggðarannsóknir. Skýrslan fjallar um aukna hættu á að ungmenni í dreifbýli verði hornreka í samfélaginu, falli úr skóla og þrói með sér andleg vandamál. Skýrslan er ítarleg, byggir á opinberri tölfræði og rannsóknum á mennta-, félags-, heilbrigðis- og atvinnukerfum landanna. Stóra vandamálið er dregið saman í eina setningu í lokaorðum skýrslunnar: „Ungt fólk í dreifbýli á Norðurlöndunum dregst aftur úr samanborið við jafnaldra í þéttbýlinu.“

Lesa meira

Biðlisti í hnífanámskeiðið á Smiðjuhátíð

Færri komust að en vildu á námskeið í hnífasmíði á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands sem haldin er um helgina. Hátíðin verður sú síðasta sem núverandi forstöðumaður stýrir.

Lesa meira

Vök baths opnar í fyrramálið

Vök baths við Urriðavatn opnar fyrir almenningi á morgun. Baðstaðurinn hefur verið prufukeyrður í dag og segir framkvæmdastjórinn fyrstu gestina vera einstaklega ánægða með hvernig til hefur tekist.

Lesa meira

Stærsta skemmtiferðaskip ársins til Seyðisfjarðar á morgun

Preziosa, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Seyðisfjarðar og hið stærsta sem kemur þangað í ár, er væntanlegt til bæjarins í fyrramálið. Annað risaskip kemur svo á sunnudag. Um fimm þúsund farþegar þeirra munu setja mark sitt á Seyðisfjörð og fleiri staði eystra um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.