Óheimilt er að kveikja opinn eld í þéttbýli, nema með sérstöku leyfi slökkviliðs. Eldurinn getur bæði angrað og ógnað nánasta umhverfi. Verksummerk má sjá eftir slíkan gjörning um helgina á Egilsstöðum.
Í byrjun mánaðarins var kynnt fyrir Norrænu ráðherranefndinni ný skýrsla frá Nordregio, stofnun um norrænar byggðarannsóknir. Skýrslan fjallar um aukna hættu á að ungmenni í dreifbýli verði hornreka í samfélaginu, falli úr skóla og þrói með sér andleg vandamál. Skýrslan er ítarleg, byggir á opinberri tölfræði og rannsóknum á mennta-, félags-, heilbrigðis- og atvinnukerfum landanna. Stóra vandamálið er dregið saman í eina setningu í lokaorðum skýrslunnar: „Ungt fólk í dreifbýli á Norðurlöndunum dregst aftur úr samanborið við jafnaldra í þéttbýlinu.“
Uppbygging á Egilsstaðaflugvelli sem varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll verður sett í forgang. Mikil þörf er að byggja upp velli sem geta verið opnir ef lokast fyrir umferð um Keflavíkurvöll.
Færri komust að en vildu á námskeið í hnífasmíði á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands sem haldin er um helgina. Hátíðin verður sú síðasta sem núverandi forstöðumaður stýrir.
Vök baths við Urriðavatn opnar fyrir almenningi á morgun. Baðstaðurinn hefur verið prufukeyrður í dag og segir framkvæmdastjórinn fyrstu gestina vera einstaklega ánægða með hvernig til hefur tekist.
Preziosa, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Seyðisfjarðar og hið stærsta sem kemur þangað í ár, er væntanlegt til bæjarins í fyrramálið. Annað risaskip kemur svo á sunnudag. Um fimm þúsund farþegar þeirra munu setja mark sitt á Seyðisfjörð og fleiri staði eystra um helgina.