Tveir handteknir vegna árásar í Neskaupstað

Tveir einstaklingar voru í gær handteknir í Neskaupstað, grunaðir um aðild að árás í bænum þar sem farið var inn í hús og húsráðendum ógnað með eggvopni.

Íbúar í Neskaupstað urðu vitni að því þegar annar mannanna var handtekinn á planinu við íþróttahús bæjarins um hádegið í gær, í kjölfar eftirgrennslunar lögreglu sem íbúar urðu varir við.

Norðfirðingar segja málið tengjast handrukkun en það fæst ekki staðfest hjá lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni barst tilkynning snemma í gærmorgun um að farið hefði verið inn í hús í umdæminu og húsráðendum ógnað með eggvopni. Einn fékk smávægilega áverka en þeir voru ekki tilkomnir vegna vopnsins.

Lögreglan handtók í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru í málinu. Teknar voru af þeim skýrslur í gær og þeim sleppt að því loknu. Málsatvik eru talin liggja fyrir en lögreglan veitir að svo stöddu ekki frekari upplýsingar um málið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.