Fjarðabyggð hefur leikið þrjá leiki í röð og náð þar tveimur sigrum í annarri deild karla í knattspyrnu. Það hefur skilað liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar. Í kvöld mætir það toppliði Leiknis í Austfjarðaslag.
Matthías Haraldsson og Hafrún Pálsdóttir hafa síðustu tvö ár staðið að baki Ethic, netverslun með föt sem eru umhverfisvænni en gengur og gerist. Þau eru nú að feta sig með nýja vöru sem byggir á svipaðri hugmyndafræði, borð gerð úr vírakeflum.
Leiknir Fáskrúðsfirði mætir til leiks í nágrannaslagnum við Fjarðabyggð í annarri deild karla í knattspyrnu sem efsta lið deildarinnar með aðeins einn tapleik á bakinu. Þjálfari liðsins segir að viðhalda þurfi því gengi til að fara upp úr deildinni.
Þungarokkshátíðin Eistnaflug verður sett í fimmtánda sinn í Neskaupstað í kvöld. Á hátíðinni í ár er leitað aftur í ræturnar, bæði í úrvali hljómsveita og með að velja Egilsbúð. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir miðasöluna hafa ágætlega og allt sé tilbúið fyrir hátíð ársins.
Landsvirkjun hefur gripið til aðgerða til að hindra landbrot Hálslóns í Kringilsárrana sem víða nær orðið inn fyrir mörk friðlandsins. Sérfræðingar hafa lýst áhyggjum af vaxandi landbroti.
Félagar í Veiðifélagi Breiðdæla hafa áhyggjur af því að laxar sem sleppa úr eldi í nálægum fjörðum geti valdið óbætanlegum skaða á stofninum í ánni. Þeir krefjast þess stefnt verði í lokuðum kvíum á landi í stað sjókvíaeldis.