„Sjalið sem Sælín prjónaði handa mér er ákaflega fallegt og þakka ég henni fyrir gjöfina og hlýhug í minn garð,” segir Eliza Reid, forsetafrú, en handverkskonan Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðarfirði, afhenti Elizu stórt og glæsilegt handprjónað sjal á dögunum.
Lögreglan á Austurlandi hefur tekið töluvert af ökumönnum fyrir of hraðan akstur það sem af er sumri. Hraðast er ekið á Háreksstaðaleið. Yfirlögregluþjónn segir markmið sýnilegs umferðareftirlit að koma í veg fyrir alvarleg slys.
Vatnajökulsþjóðgarður var í dag tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarformaður þjóðgarðsins segir tækifæri felast í viðurkenningunni fyrir Austfirðinga ef rétt verður haldið á spilunum.
Stjórn AFL Starfsgreinafélags vill að forsvarsmenn Stapa lífeyrissjóðs haldi áfram að leita réttar félaga í uppgjöri á vangreiddum lífeyrisiðgjöldum hjá Vopnafjarðarhreppi. Bæði verkalýðsfélagið og lífeyrissjóðurinn telja stjórnendur sveitarfélagsins ganga á bak fyrri loforðum með nýlegu tilboði um uppgjör.
Staðfest hefur verið að kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps laugardaginn 26. október. Tvo þriðju hluta íbúa eða sveitarfélaganna þarf til að samþykkja sameininguna sem tæki formlega gildi næsta vor.