Austfirskir rithöfundar mynda meirihlutann í árlegri rithöfundalest sem leggur af stað um fjórðunginn í kvöld. Ferðalagið snýst ekki síður um að mynda samband milli rithöfunda heldur en upplesturinn sjálfan.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Austfirðinga, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 24. nóvember sl. þar sem hann gagnrýnir heimildarmyndina Litlu Moskvu sem undirritaður leikstýrði og sýnd verður í Egilsbúð um helgina. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Hjörleifi og því sem hann hefur staðið fyrir, sér í lagi baráttu hans fyrir náttúru Íslands.
Fulltrúar í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa náð niðurstöðu um vinnuheiti á væntanlegt sameinað sveitarfélag og meginmarkmið í viðræðunum.
„Við erum tryggð en ekki fyrir þessu innbroti þar sem ekki voru rimlar fyrir gluggunum,“ segir Breiðdælingurinn Herdís Hrönn Árnadóttir sem rekur barinn Nostalgia á Tenerife, en þjófar létu greipar sópa á staðnum fyrr í vikunni.
Austfirska kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar var að senda frá sér jólaplötuna Jól sko!, en útgáfuhóf verður haldið í Mathöllinni á Granda á morgun föstudag.
Nýtt tölublað af skólablaði Grunnskóla Eskifjarðar, Skólabununni, kemur út á næstu dögum. Nemendur í valáfanga standa að baki útgáfunni sem inniheldur tíðindi og viðtöl úr bæjarlífinu. Þeir eru stoltir af útgáfunni.