„Ég sat með fólki á veitingastað á dögunum sem er uppalið hér fyrir sunnan og við vorum að ræða hitt og þetta. Ég sagði orðin „eldhúsbekkur“ og „bekkjartuska“ í einhverri setningunni og fólkið bara hváði,“ segir Petra Sif Sigmarsdóttir, frá Reyðarfirði, en hún skrifaði um þessa upplifun sína á Facebook-síðu sinni og uppskar mikil viðbrögð.
Lag Egilsstaðabúans Valgeirs Skúlasonar keppir nú við sjö önnur um hylli landsmanna í jólalagasamkeppni Rásar tvö. Valgeir segir vera ánægjulega tilfinningu að heyra lagið spilað í útvarpinu. Annað lag er í keppninni sem á rætur sínar að rekja til Austurlands.
Gestir á lokahófi verkefnisins „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“ voru hvattir til þess að skrifa miða með hugmyndum að því hvernig hægt væri að gera heiminn betri í daglegu lífi í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Körfuknattleiksdeild Hattar hefur rift samningi sínum við miðherjann Pranas Skurdauskas eftir að lögregla hafði afskipti af leikmanninum fyrir ofbeldisbrot.
„Eigendur og starfsfólk hjólaleigunnar Bikes of the Bikes, í samráði við vini og kunningja hér á Tenerife, ákváðu að setja söfnunina af stað þegar fréttist að tryggingar bættu tjónið ekki,“ segir Hafþór Harðarson, fyrrverandi fararstjóri á Tenerife og einn þeirra sem vinnur nú að því að létta undir með eigendum „austfirska“ barsins Nostalgíu eftir að brotist var inn á hann í síðustu viku.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur á síðustu fundum sínum bókað mótmæli gegn fyrirhuguðum niðurfellingum heimreiða í dreifbýli sveitarfélagsins af vegaskrá.