Allar fréttir
Hátíðarávarp á fullveldishátíð
Árið 1918 varð eldgos á Íslandi. Því fylgdu jarðskjálftar, jökulhlaup og gjóskufall. Í marga daga rigndi þurri eldfjallaösku úr gráum skýum, og þakti hálft Ísland. Agnirnar spýttust upp, sveimuðu um í loftinu, dreifðu úr sér og settust á landið. Það er sagnorðið sem er notað til að lýsa hvernig eldfjallaaska hegðar sér – hún sest. Alveg eins og ryk sest á bókahillur, eða einhver sem kemur þreyttur heim úr vinnunni sest niður í hægindastól, nema askan og rykið kunna ekki að standa upp. Aska sest, hraun rennur og jöklar hlaupa. Þetta þekkjum við, enda er Ísland köld eyja sem fæddist í eldgosi upp úr hafinu.Snjóflóð tók lyftuskúr í Oddsskarði
Töf verður á að hægt verði að opna byrjendabrekkuna á skíðasvæðinu í Oddsskarði eftir að snjóflóð hreif með sér lyftuskúrinn þar um helgina.