Minnihlutinn í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sakar meirihlutann um að kæfa umræðu um fráveitumál í sveitarfélaginu. Fulltrúar meirihlutans hafna þeim ásökunum og segja minnihlutann reyna að drepa umræðunni á dreif.
Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að fargjöld fyrir þá sem búa fjarri Reykjavík verði niðurgreidd um 50% frá árinu 2020. Formaður hópsins segir góðan stuðning við hugmyndir um að skilgreina innanlandsflug sem almenningssamgöngur á Alþingi.
„Ég er löngu byrjaður ad telja niður dagana og undirbúningurinn er á fullu. Svo skilst mér að allt sé á kafi í snjó þannig að þetta verður kannski enn meira ævintýri fyrir mig sem hef ekki enn séð snjókorn í vetur,“ segir söngvarinn góðkunni Eiríkur Hauksson í samtali við Austurfrétt, en hann er einn þeirra listamanna sem kemur fram á tónleikunum „Jólin til þín“ sem haldnir verða víðsvegar á Austurlandi í desember.
„Áhorfendur mega búast við góðri stund – fallegum söng, smá hlátri og líklega upplifun eigin tilfinninga og endurminninga,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á ferð um landið með tónleika sína Ilmur af jólum. Fernir tónleikar verða á Austurlandi næstkomandi fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.
Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að flugfargjöld fyrir íbúa sem búa langt frá höfuðborgarsvæðinu verði niðurgreidd um allt að helming frá árinu 2020. Í fyrstu verður hámark á hversu margar ferðir eru niðurgreiddar.
„Jórunn Viðar var ótrúlegur listamaður, mikill frumkvöðull, bæði frumlegt tónskáld og mikils metinn píanóleikari,“ segir Erla Dóra Vogler mezzosópran, en hún og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari voru að gefa út geisladiskinn „Jórunn Viðar – Söngvar“.
„Ég hef unnið að því að leita leiða til að fjármagna frispígolfvöll í bænum og nú hefur ætlunarverkið tekist,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en í nóvember voru sex körfur settar upp.