Tvö dýr með staðsetningartæki á vegum Náttúrustofu Austurlands voru skotin við veiðar í vikunni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir viðbúið afföll verði á merktum dýrum og leitast verði eftir að koma tækjunum á ný dýr.
Flugutegund úr sunnanverðri Evrópu kom óvænt fram á Jökuldal í byrjun mánaðarins. Tæpur áratugur er síðan slík fluga fannst síðast á Norðurlöndum. Vísbendingar eru um að stofninn sé óvenju stór í ár.
„Mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið fyrirtæki, en ég hef meira og minna unnið við afgreiðslu- og þjónustustörf frá því ég var unglingur,“ segir Reyðfirðingurinn Vigdís Hallgrímsdóttir, sem lætur drauminn rætast með því að opna verslunina Gallerí 730 í Molanum á Reyðarfirði þann 1. september næstkomandi.“
Göngugarpurinn Einar Skúlason ætlar í næstu viku að ganga og skrásetja gamlar þjóðleiðir um Austfirði. Veður og vindar hreyfi við leiðunum og því sé mikilvægt að varðveita þær. Einar fer meðal annars gamlar póstleiðir og býðst til að taka með sér bréf.
„Ég er sjálfur svo þakklátur fyrir að eiga góða geðheilsu og geri mér fulla grein fyrir því að það er alls ekki sjálfgefið. Þegar maður er hraustur finnst mér nauðsynlegt að láta eitthvað af hendi rakna og styðja þá sem þurfa á því að halda,“ segir Bjarni Þór Haraldsson á Egilsstöðum sem stendur fyrir 80’s rokkveislu í Valaskjálf í kvöld þar sem allur ágóði rennur til geðsviðs HSA.