Allar fréttir

Fjölbreytt flóra á Skáldaþingi í Breiðdalssetri

Austfirskum skáldum verða gerð góð skil á Skáldaþingi sem haldið verður í Breiðdalssetri á morgun. Bæði verður þar fjallað um rithöfunda á svæðinu auk þess sem höfundar af fleiri en einni kynslóð lesa upp úr verkum sínum.

Lesa meira

Lykilatriði að láta vita ef skrýtinn hlutur finnst

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu á mánudag óvirka sprengju sem fjórir ungir drengir í fjöruferð fundu í Seyðisfirði. Sprengjan var virk og ljóst að illa hefði farið ef hún hefði sprungið í meðförum drengjanna. Móðir segir mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvernig bregðast eigi við ef þau finni skrýtna hluti.

Lesa meira

Sýna tækifærin sem eru á Austurlandi

Um fimmtíu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök munu taka þátt í náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin verður um á laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á vegum samtakanna Ungs Austurlands. Formaður samtakanna segir skipta máli að vekja athygli á þeim atvinnutækifærum sem í boði eru í fjórðungnum áður en fólk hverfi úr honum til náms.

Lesa meira

Leyfismál hreindýraveiðifólks í lagi

Leyfismál hreindýraveiðifólks virðast almennt vera í góðu lagi. Enginn hefur verið staðinn að ólöglegum veiðum en Umhverfisstofnun hefur undanfarna daga sinnt eftirliti með veiðunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.