„Við erum nýtt fyrirtæki og þróumst hratt og því er engin leið að segja hvað verður næstu mánuði,“ segir Auðbergur Gíslason, forsprakki hönnunarstofunnar Tákn, sem að mestu er skipuð austfirskum einstaklingum.
Mögulegt er að tvær skugganefjur, hvalategund sem er fremur sjaldséð hér við land, hafi rekið upp á austfirskar strendur í vikunni. Óvenju marga hvali hefur rekið á austfirskar fjörur á árinu. Ekki er vitað hvað veldur.
Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári þeirra sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í hús í Fellabæ um miðjan mánuðinn. Þjófagengi hafa hrellt íbúa víða um land í sumar.
„Haustið leggst vel í mig og ég er mjög spenntur fyrir starfinu,“ segir Karl Óttar Pétursson, nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en hann kom til vinnu í síðustu viku.
„Mér sýnist belgurinn nýtast mjög vel, það eru alltaf krakkar á honum nema í mikilli rigningu,“ segir Jón Ólafur Eiðsson, meðlimur í foreldrafélagi Grunnskóla Reyðarfjarðar, en félagið stóð fyrir söfnun og uppsetningu ærslabelgs á Reyðarfirði í sumar.
Við hefjum leikinn formlega á morgun og dagskrá helgarinn fer að mestu fram í Blómabæjarhúsinu, sem sumir kalla Fóðurblönduhúsið,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, annar þeirra sem fer fyrir Ormsteiti, héraðshátíð Fljótsdalshéraðs, þetta árið.