Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
„Það eru allir bara mjög ánægðir með þessar framkvæmdir,“ segir Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framvæmda umhverfissviðs Fjarðabyggðar um endurnýjum leiksvæða við grunnskólana á Reyðarfirði og Eskifirði.
„Þetta er bara mitt líf. Ég er á mínum stað þegar ég er úti í fjárhúsum að brasa við búskapinn,“ segir Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk í Breiðdal. Hún var í opnuviðtali síðasta Austurglugga.
Þeir sem búa, eða eru aldir upp á Egilsstöðum, geta nú loksins kennt sig við staðinn á Facebook. Markaðssérfræðingur segir mikilvægt fyrir sveitarfélög og aðra viðburðahaldara að geta tengt sig við ákveðna staði til að vekja athygli á vöru sinni.
Takmörkuð gögn virðast til um framkvæmdir við brýr í íslenska vegakerfinu. Gögnin gætu nýst við viðhald brúanna og áhættugreiningu. Litlar áhyggjur virðist þurfa að hafa af austfirskum brúm.