„Það hefur verið mjög góð mæting og ég á ekki von á öðru í ár. Í fyrra fóru 700 matarskammtar á kvöldvökunni og í ár munum við bæði stækka svæðið og fjölga borðum,“ segir Kristinn Þór Jónasson, forsvarsmaður Útsæðisins, bæjarhátíðarinnar á Eskifirði sem fram fer um helgina.
Hver ökumaður þeirra þriggja jeppabifreiða sem um helgina keyrðu utanvegar við Þríhyrningsá á Fljótsdalshéraði greiddi í morgun 100.000 króna sekt fyrir spjöllin. Ljóst er að landið þarf áratugi til að jafna sig.
„Einn daginn vöknuðum við upp við vondan draum. Allt í kring um okkur voru strákar, vinir okkar og kunningjar í blóma lífsins að deyja,“ segir Viktor Sigurjónsson, leikstjóri og framleiðandi stuttmyndarinnar Lífið á eyjunni sem tekin verður upp á Seyðisfirði í vikunni og er ætlað að vekja athygli á geðheilsu ungra drengja.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar setja spurningamerki við hvernig staðið var að málum þegar ákveðið var að afþakka tilboð listamannsins Odee um að gefa sveitarfélaginu listaverkið Jötunheima á sundlaugina á Eskifirði. Meirihlutinn vill fara yfir stefnu Fjarðabyggðar um útilistaverk.
Leiðsögumaðurinn og lífskúnstnerinn Skúli Sveinsson frá Borgarfirði eystri lést snögglega og langt fyrir aldur fram síðastliðinn vetur. Bróðir hans, Karl, ákvað að halda minningu Skúla á lofti með því að taka að sér þær ferðir sem bókaðar höfðu verið á hann í sumar á sérmerktum vagni með yfirskriftinni „Nú trússa vinir Skúla“.
Ástralski hugvitsmaðurinn Chris Wilkins hefur í sumar byggt upp aðstöðu til að rækta bæði matjurtir og fiska í gömlu hænsnahúsi á Valþjófsstað í Fljótsdal. Hann segir inniræktun áhugaverðan valkost fyrir Íslendinga sem búi við langa, dimma vetur og flytji inn mikið af matvælum en hafi ódýrt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum.