Dæmdur fyrir að hóta lögregluþjónum lífláti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólögmætan vopnaburð og hafa haft í hótunum við tvo lögregluþjóna.

Atvikið átti sér stað utan við veitingastað í lok febrúar. Maðurinn var ákærður fyrir að bera á sér lítinn vasahníf, sinna ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara á brott og hóta þeim líkamsmeiðingum og lífláti.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og sýndi iðrun en það taldist honum ekki til afsökunar að hafa verið ölvaður.

Hann hefur ekki áður brotið gegn almennum hegningarlögum en hins vegar sætt refsingum, einkum fyrir fíkniefnaakstur, síðast vorið 2015.

Taldi dómurinn því 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára hæfilega refsingu. Maðurinn þarf einnig að greiða skipuðum verjanda sínum um 250 þúsund krónur í þóknun auk þess sem vasahnífurinn var gerður upptækur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.