Allar fréttir
Góðar horfur í sölu síldarafurða
Góðar horfur eru á mörkuðum fyrir síldarafurðir nú í upphafi veiða á norsk-íslensku síldinni, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í samtali við Fiskifréttir í gær. Mikil áhersla er lögð á síld til manneldis. Hjá Síldarvinnslunni eru aðallega frystir flapsar fyrir Austur- Evrópumarkað. Gunnþór sagði að síldin seldist ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar margra ríkja í austri enda væri síldin ódýr vara. Verð á frosinni síld hefur verið nokkuð stöðugt í erlendri mynt en hefur þó heldur hækkað. Skilaverð er í kringum 900-1.100 dollarar á tonnið. Gott verð á bræðsluafurðum.
Karlhormónasýning opnar á morgun
Sýningin Testosterone verður opnuð hátíðisdaginn 17. júní kl. 17 í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þetta er samsýning fjögurra karlkyns listamanna; þeirra Eyjólfs Skúlasonar (höggmyndalist), Grétars Reynissonar (mynd- og höggmyndalist) Kormáks Mána Hafsteinssonar (ljósmyndir), Skarphéðins G. Þórissonar (ljósmyndir) og Skarphéðins Þráinssonar (ljósmyndir).
Stofna á hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs
Á sunnudag verða stofnuð hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, undir nafninu Vinir Vatnajökuls. Fer stofnun þeirra fram á fundi í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands kl. 14. Meðal framsögumanna verða Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Tilgangur Vina Vatnajökuls verður að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar‐ og fræðslustarf er stuðli að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og þeirrar sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.
Frábærir bikarsigrar
Fjarðabyggð og Höttur unnu bæði útileiki sína í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Hattarmenn unnu Selfyssinga eftir vítaspyrnukeppni og Fjarðabyggð vann Hauka í vítaspyrnukeppni.
Urður María meðal afburðanemenda
Urður María Sigurðardóttir, frá Hornafiðri, var meðal þeirra ellefu sem í dag fengu styrku úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.