Karlhormónasýning opnar á morgun

Sýningin Testosterone verður opnuð hátíðisdaginn 17. júní kl. 17 í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þetta er samsýning fjögurra karlkyns listamanna; þeirra Eyjólfs Skúlasonar (höggmyndalist), Grétars Reynissonar (mynd- og höggmyndalist) Kormáks Mána Hafsteinssonar (ljósmyndir),  Skarphéðins G. Þórissonar (ljósmyndir) og Skarphéðins Þráinssonar (ljósmyndir).testosterone.jpg

Allir þessir listamenn vinna fullan vinnudag í fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði, s.s. Rarik, Verkís, MS, Flytjanda og á Náttúrustofu Austurlands og sinna listsköpun í frítíma sínum. Engu að síður eru þeir allir afkastamiklir og ástríðan fyrir sköpunarstarfinu er sterk. Sumir þeirra eru að sýna opinberlega í fyrsta skipti. Sýningin er sölusýning.

Sýningin er blanda ljósmynda og högglistar þar sem íslenska landslagið, rekaviður, hreindýr og portret fylla hringlaga rýmið á efri hæð Sláturhússins.

Á opnuninni mun Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, söngkona frá Reyðarfirði, syngja hinn guðdómlega óð til skaparans, sálm nr. 308. Þá verður boðið upp á hressandi drykki.

Í tilefni sýningarinnar er búið að hanna og prenta dagatal fyrir árið 2010 með myndum af sýningunni og verður dagatalið selt í Sláturhúsinu í sumar á kr. 500. Mun ágóði sölunnar renna til styrkja starfsemi Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og jafnframt listamannanna sjálfra.

 

Vonast listamennirnir til að sjá sem flesta í Sláturhúsinu – menningarsetri, á þjóðhátíðardeginum.

 

 

 

Sýningin, sem sett er upp að tilstuðlan Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, verður opin til 8. ágúst 2009, opið verður virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 14-18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.