Allar fréttir

Vara við hækkunum HAUST

Austfirskar sveitarstjórnir vara við boðuðum gjaldskrárhækkunum Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Hækkanirnar hafa verið lagðar til vegna versnandi fjárhagsstöðu eftirlitsins.

 

Lesa meira

Festist tvisvar

Þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leituðu á laugardagskvöld manns á bíl sem saknað var á milli Egilsstaða og Vopnafjarðar. Veður hafði verið vont á svæðinu. Maðurinn fannst Héraðsmegin á Hellisheiði eystri þar sem bíllinn var fastur. Fyrr í dag sótti björgunarsveitin Hérað manninn þegar hann lenti í vandræðum á Öxi.

Gripið verði til aðgerða strax

AFL starfsgreinafélag hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er m.a. krafist af stjórnvöldum að hagsmunir barna verði tryggðir þrátt fyrir atvinnumissi foreldra og að börn fái enn notið dagvistunar og tómstunda, án tillits til tekna foreldra.


Lesa meira

Drífandi syngur á Heklumóti

Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði syngur á Húsavík næstkomandi laugardag ásamt sjö öðrum karlakórum, undir yfirskriftinni Heklumót 2008.

Kórarnir munu meðal annars frumflytja nýtt íslenskt tónverk og koma á þriðja hundrað karlraddir að flutningnum.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Ræningjar í Sláturhúsinu

Innbrot var gert í Sláturhúsið, menningarmiðstöð, á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins. Þetta mun vera í annað sinn á skömmum tíma sem innbrot er gert í Sláturhúsið, stutt er síðan þjófar höfðu þaðan verðmæti á brott.

Lesa meira

Tuttugu stiga tap gegn Fjölni

Fjölnir sigraði Hött 98-78 í 1. deild karla í körfuknattleik í Grafarvogi á laugardagskvöld. Fjölnismenn voru fremri á öllum sviðum.

 

Lesa meira

Frjálslyndir þingmenn Norðausturlands

Fjórir þingmenn Norðausturlands eru flutningsmenn frumvarps  til breytinga laga sem varða sölu áfengis og tóbaks. Frumvarpið miðar að því í stuttu máli að leyfa sölu áfengis undir 22% vínanda í matvöruverslunum. Þá er átt við bjór og léttvín.



Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.