Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhalsskólakennari og formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson munu báðir sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Þá sækist Huld Aðalbjarnardóttir á Kópaskeri eftir 2.-3. sæti og Sigfús Karlsson á Akureyri vill í 2.–4. sæti. Þetta kom fram á aukakjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi á laugardag.
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmihafa ákveðið að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa, í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.
Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.
Haldinn verður fundur um ferða- og menningarmál á Reyðarfirði síðdegis á morgun, klukkan 17.
Fundurinn verður í kaffihúsinu Hjá Marlín. Meðal þess sem ræða á er staða ferða- og menningarmála á Reyðarfirði, aðgerðir fyrir sumarið 2009, Hernámsdagurinn og tækifæri Reyðarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í skemmtilegar umræður.
Vegna hættu á slitlagsskemmdum var viðauki 1 afnuminn og ásþungi takmarkaður við tíu tonn víða á vegum á Austurlandi og Suðurlandi í dag, 17. febrúar kl. 08. Sama gekk í gildi fyrir Vestfirði og Vesturland í gær. Frekari upplýsingar eru í síma 1777.
Vegagerðin segir að búast megi við umferðatöfum í Oddskarðsgöngum í kvöld frá kl. 22 til 06 í fyrramálið vegna viðgerða. Á Austurlandi er nú hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Möðrudalsöræfum.
„Það er að mínu mati ekki lýðræðislegt að gefa ekki kjósendum fullan rétt til að kjósa þá sem þeir vilja í tiltekin sæti,“ segir Ragnar Thorarensen, samfylkingarmaður. Hann er hættur við að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, en hafði gefið kost á sér í 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.