Allar fréttir

Birkir Jón og Höskuldur vilja báðir fyrsta sætið í NA-kjördæmi

Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson munu báðir sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Þá sækist Huld Aðalbjarnardóttir á Kópaskeri eftir 2.-3. sæti og Sigfús Karlsson á Akureyri vill í 2.–4. sæti. Þetta kom fram á aukakjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi á laugardag.

xbmerkiliturheiti.gif

Breyting á atkvæðisrétti á kjördæmisþingi

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi  hafa ákveðið að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars.  Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa, í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.

tn_200x400_3801-0.jpg

Skráningum á Ístölt Austurland að ljúka

Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.

img_77481.jpg

Lesa meira

Línur lagðar fyrir næsta ferðasumar

Haldinn verður fundur um ferða- og menningarmál á Reyðarfirði síðdegis á morgun, klukkan 17.

Fundurinn verður í kaffihúsinu Hjá Marlín.  Meðal þess sem ræða á er staða ferða- og menningarmála á Reyðarfirði, aðgerðir fyrir sumarið 2009, Hernámsdagurinn og tækifæri Reyðarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í skemmtilegar umræður.

172x135.jpg

Þungatakmarkanir á Austurlandi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum var viðauki 1 afnuminn og ásþungi takmarkaður við tíu tonn víða á vegum á Austurlandi og Suðurlandi í dag, 17. febrúar kl. 08. Sama gekk í gildi fyrir Vestfirði og Vesturland í gær. Frekari upplýsingar eru í síma 1777.

Vegagerðin segir að búast megi við umferðatöfum í Oddskarðsgöngum í kvöld frá kl. 22 til 06 í fyrramálið vegna viðgerða. Á Austurlandi er nú hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Möðrudalsöræfum.

Hættur við þátttöku í prófkjöri Samfylkingar í NA-kjördæmi

„Það er að mínu mati ekki lýðræðislegt að gefa ekki kjósendum fullan rétt til að kjósa þá sem þeir vilja í tiltekin sæti,“ segir Ragnar Thorarensen, samfylkingarmaður. Hann er hættur við að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, en hafði gefið kost á sér í 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

ragnar_thorarensen.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.