Aldrei hafa fleiri umsóknir verið um hreindýraveiðileyfi en nú, þrátt fyrir örðugt efnahagsástand. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar og höfðu þá borist 3.300 umsóknir. Í fyrra voru umsóknir rétt innan við 3.100 talsins.
Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.
Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.
Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal efnis er umfjöllun um niðurröðun á prófkjörslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi, fréttir og íþróttatíðindi. Þá er hinn sívinsæli matgæðingur á sínum stað og uppskrift að einhverri bestu bollu allra tíma, enda bolludagur á næsta leyti.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.
Á Austurlandi eru frábærir útivistarmöguleikar og veðrið oftast gott. Hér eru frábær skíða- og brettasvæði í Oddsskarði og Stafdal og endalausir möguleikar fyrir skíðagöngu. Hægt að skiða í skóginum eða þeysa um snjóbreiður í vélsleðaferð. Ganga í síðdegissólinni sem gyllir snæviþakin fjöll og skóg eða fara fetið á hestbaki. Hið fræga ístölt verður á Egilsstaðavíkinni 21. febrúar.