Frá Landssamtökum landeigenda: „Þjóðlendumálið er einn angi græðgisvæðingar sem á endanum leiddi mikla ógæfu yfir þjóðina. Ríkisvaldið réðst að sjálfum eignarréttinum, einum af hornsteinum samfélagsins með öfgafullum og siðlausum kröfum án þess að spyrja um afleiðingar og herkostnað. Landeigendur eru margir hverjir í sárum eftir þá viðureign.“
Þórhallur Pálsson, arkitekt, opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00. Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en að ætt og uppruna Austfirðingur. Útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum.
Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.
Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs í gær var ákveðið að ganga til samninga við Þórarinn Egil Sveinsson, í starf atvinnufulltrúa sveitarfélagsins. Alls barst 41 umsókn um starfið, en umsóknarfrestur rann út 6. febrúar síðastliðinn.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið atvinnufulltrúa eru að vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, meðal annars á sviði ferðamála, að stýra kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu þess og vera tengiliður Fljótsdalshéraðs við atvinnulífið og stoðstofnanir þess.
NEED, Northern Environmental Education Development Project, er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni um þróun náttúruskólastarfs, rannsóknarmiðaðrar umhverfismenntar, fullorðinsfræðslu um sjálfbæra þróun og uppbyggingu fræðslutengdrar ferðaþjónustu í grannbyggðum þjóðgarða.
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi á Akureyri gefur kost á sér í 3. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.