Allar fréttir

Vinsamlega athugið að netföngum hefur verið breytt

Netföngum Austurgluggans hefur verið breytt á eftirfarandi máta:

Auglýsingar og áskrift: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttir/ritstjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Önnur netföng fyrir vikublaðið Austurgluggann eru ekki í gildi lengur.

Með kveðju frá ritstjóra.

atmerki.jpg

Myndir frá mótmælum

Image Myndir frá mótmælafundinum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gær eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans. Um níutíu manns héldu út í hundslappadrífuna sem veðurguðirnir buðu upp á.

 

Bæjarráð vill sameina nefndir á Fljótsdalshéraði

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur lagt til við bæjarstjórn að sex nefndir innan sveitarfélagsins verði sameinaðar í þrjár.

Byggingar- og skipulagsnefnd á að sameina þjónustunefnd, íþrótta- og frístundanefnd menningarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd sameinist dreifbýlis- og hálendisnefnd. Talið er að með þessum hætti megi draga verulega úr stjórnsýslulegum útgjöldum bæjarfélagsins. 

fljtsdalshra_lg.jpg

Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Lesa meira

Kaldar strendur og heitir straumar í Sláturhúsinu

Í dag opnaði ný sýning í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu; Kaldar strendur – heitir straumar. Um er að ræða samsýningu tólf íslenskra og norskra listamanna á málverkum, textíl, ljósmyndum og myndbandsverkum. Þau hafa áður verið sýnd á þremur sýningum í Norður-Noregi í tengslum við menningarsamstarf Austurlands og Noregs.

slturhs_vefur.jpg

Lesa meira

Eskfirðingar sigruðu í Samaust

Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum, í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Þetta fólk hefur stolið verðmætum Íslands

Image „Við heimtum kosningar í vor og ég krefst þess af þjóð minni að hún standi upp og geri sig gildandi í umræðunni nú þegar; að hún fari þær leiðir sem færar eru til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson á mótmælafundi á Egilsstöðum í dag.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.