Allar fréttir

Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Lesa meira

Veiða má rúm þrettán hundruð dýr á næsta hreindýraveiðitímabili

Heimilt verður að veiða þrettán hundruð þrjátíu og þrjú hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Að auki verður heimilt að veiða hreindýrskálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Langflest dýrin, eða sex hundrað og sjötíu, verður heimilt að veiða á Norður-Héraði.

hreindr_soffa_halldrs.jpg

Lesa meira

Þurfa sveitarstjórnarkappar Austurlands að hlusta?

Íris Randversdóttir grunnskólakennari skrifar:

 

Hroki eða hleypidómar?

 

Í hundslappadrífu sunnudagsins settist ég við tölvuna mína og kíkti sem oftar á vef Austurgluggans.  Rak ég fljótlega augun í grein með yfirskriftinni Smjörklípumeistara svarað og þótti afar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir.  Hana skrifa valinkunnir og margkjörnir sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum, þeir Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Lesa meira

Fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð á föstudag

Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð verður haldin á Hótel Héraði Egilsstöðum föstudaginn 23. janúar n.k. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur opnunarávarp og í kjölfarið stíga fjölmargir framsögumenn á stokk. Fjalla á um þjóðgarðinn og tækifæri sem hann skapar í ferðaþjónustunni.

vatnajmerki.jpg 

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á hreindýrahjörð á Fagradal

Stór hjörð hreindýra er skammt frá veginum yfir Fagradal, Reyðarfjarðarmegin, og telur hún um níutíu dýr; fullorðna tarfa, kvígur og kálfa. Hjörðin hefur verið á þessum slóðum í vetur og kvarta bílstjórar sáran yfir því að önugt sé að aka þessa leið snemma morguns í myrkrinu. Þá hlaupi dýrin þvers og kruss yfir veginn og megi menn hafa sig alla við að aka ekki á þau.

Vegfarendur eru því beðnir um að sýna sérstaka aðgát á dalnum.

 

 

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar sitt lokasvar til Smára Geirssonar og Þorvaldar Jóhannssonar varðandi aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi.
---
Sjá áður birtar greinar: Frá velsæld til vesældar, Miklir glæpamenn erum vér, Fullar hendur smjörs? og Smjörklípumeistara svarað.

Lesa meira

Áhugavert tækifæri fyrir fólk til sveita

Vaxtarsprotar á Austurlandi er áhugavert verkefni á vegum Impru og markmið þess að hjálpa fólki til sveita til að skapa sér nýja eða aukna atvinnu í heimabyggð.

 Á námskeiðum fram til vors verður fólki á Austurlandi hjálpað að þróa hugmyndir að tekjuskapandi verkefnum og er kennsla og ráðgjöf því að kostnaðarlausu.

vaxtarsproti1vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.