Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað að parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði kl. 04:23 í nótt. Þar höfðu nágrannar orðið varir við eld í íbúð og kölluðu til slökkvilið. Þeir ræstu jafnframt íbúa sem var sofandi í íbúðinni og komst hann út. Það tók Slökkvilið Fjarðabyggðar aðeins nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu í íbúðinni af sóti og reyk.
Körfuknattleikslið Hattar laut í lægra haldi fyrir Ármanni í spennandi leik á Egilsstöðum á laugardag. Ármann sigraði með 77 stigum gegn 68. Stigahæstir í Hattarliðinu voru Jerry Chevesm, Kristinn Harðarson og Sveinbjörn Skúlason.
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að senda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fjögur bretti af sjófrystum ýsuflökum. Alls eru það 4,2 tonn sem fara suður. Síldarvinnslan hvetur fyrirtæki til að leggja sitt að mörkum til aðstoðar þeim sem minna mega sín.
Jerry Cheeves og Ben Hill, erlendu leikmennirnir tveir sem leikið hafa
með körfuknattleiksliði Hattar í vetur, fara heim um jólin og koma ekki
aftur til liðsins eftir áramót. Þeir óskuðu eftir að fara vegna
persónulegra ástæðna.
Út er kominn geisladiskur með nokkrum af þekktustu og vinsælustu lögum Inga T. Lárussonar. Það erKór Fjarðabyggðar sem gefur diskinn út en kórinn saman stendur af söngfólki, sem að mestu leyti kemur úr kirkjukórum íFjarðabyggð.
Að venju er mikið umleikis hjá börnunum á aðventunni. Leik- og grunnskólar, tónlistarskólar og íþróttafélögin eru með ýmsa viðburði tengda aðdraganda jóla á sínum snærum, þar sem börn og unglingar stíga á stokk og sýna færni sína á hinum ýmsu sviðum.