Austfirskur verslunareigandi hafði samband við síðuna og kvað það fjarri öllum sannleika að ekki væri unnt að kaupa ódýran og vandaðan klæðnað á Austurlandi, samanber frásögn af manni sem flaug til Reykjavík til fatakaupa fyrr í vikunni.
Í sumum tilfellum virðist borga sig að kaupa flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka, til þess eins að komast í lágvöruverðsverslun með fatnað og fata sig upp. Það er í það minnsta reynsla Austfirðings á besta aldri.
Landbúnaðarháskóla Íslands hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir um skólavist í byrjun nýs árs. Yfirvöld skólans hafa ákveðið að bregðast við aðstæðum og opna á umsóknir um nám sem hæfist í janúar. Umsóknarfrestur er til 5. desember.
Pólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Mér blöskrar. Ekki bara brotlending peningadraumsins sem breyttist í martröð komandi kynslóða.
Nei, mér ofbýður líka að vera kennt um að þjóðin er á barmi gjaldþrots. Stjórnvöld tala við mig og aðra samborgara mína, sem langflestir eru venjulegt fólk með meðaltekjur eða minna, eins og við höfum öll verið á svaðalegu neyslufylleríi. Nú eigum við að draga saman seglin og meira að segja að gefa okkur tíma til að huga að börnunum okkar og sýna náunganum kærleika. Heyr á endemi.
Mér er alls óljóst á hvern hátt ég og annað meðalfólk íslenskt á að draga saman seglin svo það bjargi þjóðarbúinu. Við erum flest í því að borga af húsunum okkar sem við komum yfir okkur með ærinni fyrirhöfn. Við látum okkur dreyma um utanlandsferðir, sem eru þó utan seilingar nema með mikilli aðhaldssemi og fyrirhyggju. Við önnumst börnin okkar og kannski aldraða foreldra líka, hlúum að góðum vinum og erum bara tiltölulega notaleg við náungann.
Þetta slampast hjá okkur fjárhagslega frá mánuði til mánaðar og stundum kaupum við heldur of mikið í Bónus eða blæðum á okkur rauðsvínsflösku sem hefði mátt sleppa. Þá má vel vera að tíu ára gamli tjaldvagninn minn sé talinn til þess óheyrilega fjármálasukks sem viðgengist hefur í efstu lögum þjóðfélagsins, en ég neita að skammast mín. Hann kostaði lítið og hefur gefið mér og mínum marga ánægjustundina.
Venjulegt fólk getur ekki veitt sér hvað sem er og þarf að vera hagsýnt ár og síð og alla tíð. Og það getur svo sem vel verið að eitthvað af þessu fólki eigi flatskjá eða hafi keypt sér nýjan bíl. Og hvað með það?
Andvaralaust og heimóttarlega bláeygt stjórnvald hefur ásamt glaðhlakkalegum peningapúkum fitnað á fjósbitum Íslands, uns raftarnir brustu og allt draslið skall ofan á okkur, alþýðu þessa lands. Ég legg til að þessum karljakkalökkum sem komu okkur á kaldan klaka til næstu áratuga verði vikið frá og konur settar við stjórnvölinn. Þær klúðra altjént ekki meiru en orðið er. Það er fráleitt að þeir sem gerðu okkur að betlurum geti leitt okkur inn í bjartari framtíð.
Silkitoppur eru virðulegir og fallegir fuglar og hafa á allra síðustu vikum verið áberandi í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þær eru furðu lítið styggar og flögra um í hópum. Sést hefur til allt að fimmtíu fugla hóps og í dag hélt stór hópur til við Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa.
Thorvald Gjerde tónlistarkennari og tónlistarmaður á Fljótsdalshéraði vill leggja sem bestan grundvöll að kennslu í tónlist og öðrum listgreinum á Héraði, með því að skipuleggja vel og nýta peninga og fagfólk til fulls og efla þannig blómlegt listalíf sem mest. Hann sendir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hér opið bréf um málefnið.