Allar fréttir

Páll og Heimir taka við Fjarðabyggð

Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.

 

Lesa meira

Hægir á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs

Sýnt er að hægja muni umtalsvert á uppbyggingu í nýjum Vatnajökulsþjóðgarði vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að fresta byggingu þjóðgarðsgestastofu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Byrja átti á byggingunni í haust.

gjli2l1d.jpg

 

Lesa meira

Vinnumarkaðsmál í brennidepli

Verkalýðshreyfingin á Austurlandi fylgist náið með framvindu mála í þeim erfiðleikum sem nú blasa við almenningi. Stéttarfélögin á Austurlandi eru í samstarfi við Vinnumálastofnun og Þekkingarnet Austurlands og munu n.k. mánudag kynna umfangsmikla áætlun um endur- og símenntun. Þá býður ASÍ forystan og AFL Austfirðingum til opins fundar um efnahags- og kjaramálin n.k. þriðjudag.

nytconstructionworkers.jpg

Lesa meira

Hátíð skáldsins í Breiðdal

Efnt er til hátíðar í Breiðdal í dag sunnudag, vegna útkomu nýrrar bókar Guðjóns Sveinssonar, Litir og ljóð úr Breiðdal. Auk skáldsins sjálfs og Páls Baldurssonar sveitarstjóra Breiðdælinga, mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur stíga á stokk og fjalla um bókina.
imgp1969.jpg

Lesa meira

BT á Egilsstöðum lokar

Unnið er að því að pakka saman í verslun BT á Egilsstöðum. Henni var lokað vegna gjaldþrots eigenda fyrir nokkru, en nú eru Hagar búnir að kaupa verslunarkeðjuna og loka nokkrum verslananna, þar á meðal á Egilsstöðum.

Lesa meira

Enn skorin flís af horuðu HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur barist í bökkum í rekstri sínum síðustu árin. Þjónustuaukning vegna virkjunar- og álversframkvæmda vógu þungt og lítil mótframlög fengust frá ríkinu þrátt fyrir mjög aukið álag á HSA. Nú á enn að skera niður.

heilbrigisrherra.jpg

Lesa meira

Lesið úr Biblíunni sleitulaust í alla nótt

Um tuttugu ungmenni á Fljótsdalshéraði hófu maraþonlestur úr Biblíunni um kl. 20 í kvöld og ætla að lesa sleitulaust uns bjarmar af morgni, eða til kl. 08 í fyrramálið. Þau eru í kristilega æskulýðshópnum Bíbí og söfnuðu áheitum fyrir lesturinn, en ætlunin er að verja því fé sem safnast til að hitta jafnaldra í æskulýðsstarfi á Vopnafirði.

bibliulestur1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.