Allar fréttir

Vélar Kárahnjúkavirkjunar munu skila 13% meiri raforku en uppsett afl hennar gerði ráð fyrir

Kárahnjúkavirkjun mun eftir áramót geta skilað allt að 780MW afls, eða um 90MW meiru en hún var byggð til að afkasta. Fyrir nokkru kom í ljós að vatnshjól í sex hverflum virkjunarinnar eru of stór og veldur það m.a. flökti í rafmagnsframleiðslunni. Verið er að minnka vatnshjólin og nú eru þrjár vélanna tilbúnar og búið að prófa þá fyrstu af þeim.
kar_tengivirki_fyrir_raforku.jpg

Lesa meira

Olía undir Austfjörðum?

Nýjar jarðfræðirannsóknir benda til að olía finnist nær Austfjörðum en áður hefur verið talið. Sérfræðingar eru farnir að horfa til svæðisins í kringum Borgarfjörð eystri.

 

Lesa meira

Endurgreiði þrotabúi yfir hundrað milljónir

Jónas A. Þ. Jónsson, áður eigandi Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, skal greiða þrotabúi fyrirtækisins rúmar hundrað þrjátíu og fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í máli Þrotabús Trésmiðju Fljótsdalshéraðs hf. gegn Jónasi 7. nóvember síðastliðinn. Niðurstaða dómsins er að tíu greiðslur frá fyrirtækinu inn á einkareikning Jónasar séu ekki réttlætanlegar og því beri honum að endurgreiða þær til þrotabúsins.

Lesa meira

Kaldar kveðjur til íbúa?

Stjórn Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, segir meirihluta bæjarráðs Fjarðabyggðar senda íbúum bæjarfélagsins kaldar kveðjur með að hafa hafnað tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lækkun launa æðstu embættismanna bæjarins.

 

Lesa meira

Fleiri sérfræðistörf við álver Fjarðaáls

Á milli tíu og tuttugu ný störf tækni- og verkfræðinga munu verða til við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði vegna nýs samnings HRV Engineering og Alcoa. Samkvæmt samningnum mun HRV sinna víðtækri verkfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir álverið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kerskali_alcoa.jpg

 

Lesa meira

Ný heimasíða Nesskóla

Ný heimasíða Nesskóla var tekin í notkun á dögunum og er það stefna skólans að hafa hana einfalda en jafnframt lifandi og skemmtilega. nesskoli.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.