Allar fréttir

Fyrsta formlega bakgarðshlaupið á Austurlandi

Fyrsta eiginlega bakgarðshlaupið á Austurlandi verður þreytt á Reyðarfirði á morgun. Hlaupin er ákveðin vegalengd innan eins klukkutíma uns aðeins einn keppandi stendur eftir. Hlaupið er um leið góðgerðahlaup.

Lesa meira

Bjóða 99% afslátt af flugferðum fyrir börn yngri en 11 ára næstu tvo mánuði

Flugfélagið Icelandair býður þessa stundina og fram til miðnættis í kvöld hvorki meira né minna en 99% afslátt af innanlandsflugi fyrir börn milli tveggja og ellefu ára aldurs í október og nóvember. Afsláttarkjörin gilda þó aðeins fyrir börnin á tveimur dýrari fargjaldaflokkum flugfélagsins en ekki þeim ódýrasta og einungis ef fullorðinn er með í för.

Lesa meira

Skiptir miklu máli að ganga rétt frá sólarsellum á húsþökum

Slökkviliðsmenn og byggingafulltrúar úr Fjarðabyggð og Múlaþingi fengu í vikunni kynningu á hvernig bregðast eigi við ef eldur kemur upp í húsi þar sem sólarsellur hafa verið settar upp. Slökkvistjóri segir góðan búnað og réttan frágang lykilatriði í að draga úr eldhættu.

Lesa meira

Erfitt fyrir nýliða að hefja smábátaútgerð

Meðalaldur útgerðarmanna smábáta hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Formaður félags smábátasjómanna á Norðausturlandi lýsir áhyggjum af skorti á nýliðun í greininni.

Lesa meira

Beina kröfum til Vegagerðarinnar vegna leiðarvals nýrrar Lagarfljótsbrúar

Við hönnun veglínu nýrrar brúar yfir Lagarfljótið verður að hafa að leiðarljósi að það hafi ekki hamlandi áhrif á uppbyggingu í Fellabæ og ef nauðsynlegt reynist að kljúfa þéttbýlið þar áfram verði settar upp göngubrýr og eða undirgöng til að tryggja öryggi vegfarenda.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.