Allar fréttir
Kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju vegna forvarnardags sjálfsvíga
Tíundi september ár hvert er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga sem bæði er helgaður baráttu gegn sjálfsvígum en ekki síður til að minnast þeirra er fallið hafa fyrir eigin hendi. Deginum verður gert hátt undir höfði bæði með sérstakri kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju annað kvöld og með fyrirlestri á neðri hæð Heilsugæslunnar á Egilsstöðum eftir hádegið.
Harður árekstur og tvö vinnuslys í fiskvinnslum
Einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir harðan árekstur við Eskifjörð á laugardag. Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í austfirskum fiskvinnslum á föstudag.Neskaupstaður var eina bæjarfélagið með nægt leikskólapláss
Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar og fyrsti skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna, baráttuhóp fyrir jafnrétti kynjanna, upp úr 1970. Gerður flutti austur fljótlega eftir að hreyfingin var stofnuð og hélt áfram uppteknum hætti þar. Hún var meðal frummælanda á nýafstaðinni ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu á Austurlandi þar sem hún rifjaði þessa tíma upp.Heimastjórn telur sér hleypt of seint að forgangsröðun um ferðamannastaði
Heimastjórn Djúpavogs gerir athugasemdir við vinnubrögð byggðaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings við forgangsröðun á framkvæmdum við ferðamannastaði og telur að hún sé of seint fengin að borðinu.Hafbjörg dregur fiskiskip til hafnar
Hafbjörg, skip Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, er á leið til hafnar eftir að hafa verið kallað út eftir hádegi í dag eftir að bilun kom upp í báti á leið til hafnar.Vatnið á Borgarfirði eystri loks orðið neysluhæft á ný
Um tæplega tveggja vikna skeið hafa íbúar á Borgarfirði eystri þurft að sjóða allt sitt neysluvatn þar sem saurgerla- og ekólímengun mældist í vatni þeirra þann 27. ágúst síðastliðinn. Loks í dag gáfu sýni til kynna að vatnið er á ný orðið neysluhæft.