Allar fréttir

Fljótsdalshérað hlýtur jafnlaunavottun

Fljótsdalshérað hefur nú fyrst austfirskra sveitarfélaga fengið jafnlaunavottun. Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði segist ánægður með að fá staðfestingu á því að jafnræði ríki í launamálum sveitarfélagsins. 

Lesa meira

Nýr vegur yfir Berufjörð formlega tekinn í notkun

Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar opnuðu nýjan veg yfir Berufjörð formlega. Á ýmsu hefur gengið við framkvæmdir og er endanlegur kostnaður 350 milljónum hærri en ráð var fyrir gert.

Lesa meira

Hringvegur á Mið-Austurlandi

Með bréfi dags. 21. september 2017 skipaði þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verkefnishóp um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng. Göngin hafa það hlutverk að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og á Austurlandi öllu.

Lesa meira

Leiknir skoraði sex mörk gegn Tindastóli

Leiknir vann góðan 6-0 sigur á Tindastóli þegar heil umferð var leikinn í annarri deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Eskifjarðarvelli ringdi bæði vatni og mörkum þegar Fjarðabyggð og Þróttur Vogum gerðu 4-4 jafntefli.

Lesa meira

Hallormsstaðarskóli kynnir nýtt nám í sjálfbærni og sköpun

Hallormsstaðarskóli, sem áður hét Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, er að hefja nýtt skeið í starfsemi sinni. Námið í skólanum verður framvegis með áherslu á sjálfbærni og sköpun og sérfræðingar kenna stök námskeið, sem almenningi gefst í völdum tilfellum tækifæri til að skrá sig á.

Lesa meira

„Stelpur geta líka skotið“

Tæplega 30 konur mættu á kynningarkvöld á svæði Skotfélags Austurlands (Skaust) í Eyvindarárdal í síðustu viku. Kvöldið fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Hugur er því í hópnum til að standa fyrir fleiri viðburðum svo að konur haldi áfram að hittast og skjóta úr byssum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.