Stofnfundur félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn í næstu viku. Félagsskapurinn er opinn framleiðendum af öllu landinu. Ráðgjafi segir eftirspurn eftir vöru framleiðendanna hafa stóraukist á stuttum tíma.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér kolefnisfótspori mínu síðastliðið ár og núna næstkomandi ár. Eins mikið og ég vil trúa því að það að búa í trjákofa á ströndum Indónesíu eigi eftir að létta á loftlagskvíðanum þá veit ég að það er hugsun hræsnarans. Ég er hræsnari og ég geri mér fullkomna grein fyrir því. En við erum flest, ef ekki bara öll, hræsnarar. Það er titill sem við verðum bara að gjöra svo vel að kyngja.
Íslenskt landslag og menning veittu bandaríska tónskáldinu Evan Fein innblástur þegar hann samdi tónlistina í óperunni Raven‘s Kiss, eða Koss hrafnsins, sem sýnd verður í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Hann segir áhuga fyrir fágætum tungumálum, eins og íslensku, meðal söngáhugafólks vestan hafs.
Félagar í Oddfellow-reglunni um allt land opna félagsheimili sín fyrir almenningi í tilefni 200 ára afmæli reglunnar á sunnudag. Tvær stúkur starfa af Austurlandi sem reglulega leggja góðum málefnum í fjórðungnum lið.
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segir íbúa sveitarfélagsins ekki vera mótfallna hugmyndum um að vegagerð yfir Öxi verði að hluta fjármögnuð með veggjöldum.
Eyþór Melsteð Ingólfsson fór með sigur af hólmi í aflraunakeppninni Austfjarðatröllinu. Eyþór er uppalinn á Breiðdalsvík og tók á móti titlinum á heimavelli þar sem síðustu greinar keppninnar fóru fram. Þetta var fyrsti sigur hans í aflraunakeppni en Eyþór stefnir lengra.
Til greina kemur að heimila Vegagerðinni að taka lán, sem síðar verði greitt upp með veggjöldum, til að flýta gerð vegar yfir Öxi og fleirum samgönguverkefnum. Eins eru uppi hugmyndir um að taka upp gjaldtöku í jarðgöng sem þegar hafa verið byggð til að fjármagna fleiri í framtíðinni.