Hinn árlegri jólamarkaður Jólakattarins, sem gjarnan hefur verið kenndur við gróðarmiðstöðina Barra, verður um helgina í húsnæði sem áður hýsti Barra. Viðburðir helgarinnar litast eðlilega af því að jólin eru á næsta leyti.
„Jólasýningin er uppskeruhátíð fyrir nemendur, hátíðarstund sem búið er að stefna að alla önnina,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hússtjórnarskólans í Hallormsstað, en þar verður hin árlega jólasýning nemenda haustannar næstkomandi sunnudag. Bryndís er í yfirheyrslu vikunnar.
„Ég sat með fólki á veitingastað á dögunum sem er uppalið hér fyrir sunnan og við vorum að ræða hitt og þetta. Ég sagði orðin „eldhúsbekkur“ og „bekkjartuska“ í einhverri setningunni og fólkið bara hváði,“ segir Petra Sif Sigmarsdóttir, frá Reyðarfirði, en hún skrifaði um þessa upplifun sína á Facebook-síðu sinni og uppskar mikil viðbrögð.
Þegar ég var að velta því fyrir mér hvað ég gæti sagt við ykkur í þessari hugvekju fór ég um stund að velta því fyrir mér af hverju ég segði alltaf já. Það var svona um það leyti sem ég virtist ekki ætla að ná að klára að skrifa þennan texta og reitti hár mitt og skegg í örvæntingu. En blessunarlega komst ég að því að það var búið að svara þessari spurningu fyrir mig.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð gagnrýna frestun á stækkun leikskólans á Eskifirði í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Fulltrúar meirihlutans segja framkvæmdaáætlun lifandi skjal sem breytist eftir þörfum og fjárhag.
Lögregluþjónar, sem kallaðir voru út um síðustu helgi vegna átaka í sumarbústaðahverfinu að Einarsstöðum á Héraði, lentu í kröppum dansi þegar hluti hópsins beindi spjótum sínum. Yfirlögregluþjónn segir atvikið tekið alvarlega.