1. maí á Austurlandi

afl.gif
AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir hátíðahöldum um allt Austurland á morgun, 1. maí, á alþjóðadegi verkamanna. 1. maí hátíðarföld AFLs fara fram á eftirfarandi stöðum:
 

Vopnafjörður 
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar. 
Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri
Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  
Kvenfélagið Eining sér  um veitingar.
Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

Seyðisfjörður  
Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    
8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Egilsstaðir 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  
Brunch og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  
Níundi bekkur sér um kaffiveitingar  og Tónskóli Reyðarfjarðar um tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifjörður 
Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. 
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Neskaupstaður 
Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00. 
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar og félag harmonikkuunnenda um tónlist.
Ræðumaður: Grétar Ólafsson 

Fáskrúðsfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00  
9. bekkur grunnskólans sér  um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. 
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Stöðvarfjörður
Hátíðarkaffi verður í Brekkunni  kl. 15:00  
Kaffiveitingar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. 
Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson

Breiðdalsvík 
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00 
Kaffiveitingar og tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Bryndís Aradóttir

Djúpavogur 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00, 
Brunch og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Gunnhildur Imsland

Hornafjörður
Hátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00. 
Kaffiveitingar,  og Lúðrasveit Hornafjarðar.
LEGO hópur, strákarnir sem fóru í Músíktilraunir frá Höfn.
Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.