10-15 sýni tekin á hverjum degi
Að jafnaði voru tekin 10-15 sýni vegna Covid-19 á hverjum degi októbermánaðar á Austurlandi. Íbúar hafa farið að fyrirmælum um að halda sig heima finni það fyrir einkennum.Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Þar er lýst ánægju með að Austfirðingar virðist hafa tekið alvarlega tilmæli um að halda sig heima ef það finnur einkenni sem svipa til Covid-19 og leita til heilsugæslu. Þetta sjáist á fjölda sýna.
Þau eru send samdægurs til greiningar á höfuðborgarsvæðinu og liggja niðurstöður að jafnaði fyrri innan við sólarhring eftir sýnatöku. „Ljóst er af þessu meðal annars að við erum að gera þetta saman,“ segir í tilkynningunni.
Tveir einstaklingar eru í einangrun vegna smits í fjórðungnum og þrír í sóttkví.