100 ungmenni við sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. jún 2011 23:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Um eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á
Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla eða háskólaskólanemar.
Fyrirtækinu bárust um 500 umsóknir í sumarstörf í sumar.
Lágmarks aldur sumarafleysingafólks hjá Fjarðaáli er 18 ár og 60% ungmennanna koma af Austurlandi en 40% úr öðrum landshlutum. Unga fólkið dreifist í ýmis störf innan fyrirtækisins en þar af vinna 86 við framleiðslu í kerskála, skautsmiðju og steypuskála.
Áður en sumarfólkið hefur störf hjá Fjarðaáli fara flestir í fjögurra daga starfsþjálfun nema þeir sem stjórna vinnuvélum þurfa átta daga þjálfun. Fjarðaál leggur mikla áherslu á öryggismál og verða allir sem þar starfa að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja slys og óhöpp.