Stillt upp hjá Héraðslistanum: Nóg pláss fyrir nýliða

sigrun blondal 2010Uppstillinganefnd mun stilla upp á lista hjá framboði Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Málefnastarf framboðsins fer á fullt í febrúar.

Framboðið boðaði til fundar síðastliðinn laugardag sem markar upphaf vinnunnar. Í samtali við Austurfrétt eftir fundinn staðfesti Sigrún Blöndal, oddviti listans í bæjarstjórn, að stillt yrði upp á listann.

Hún, Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sitja fyrir hönd Héraðslistans í bæjarstjórn i´dag. Sigrún segir að þau hyggist starfa áfram að bæjarmálum en ekkert sé ákveðið um sætaskipan. „Því er nóg pláss fyrir nýliða sem vilja vinna að framgangi mála í sveitarfélaginu."

Næsti fundur í málefnastarfinu verður þann fjórða febrúar. Sigrún segir öllum velkomið að taka þátt í undirbúningnum.

„Þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við Skúla Björnsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Sigrúnu Blöndal (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og verða þá settir á póstlista til að fá fundarboð og upplýsingar."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar