Kjöt- og fiskbúð Austurlands tekin til starfa: Bjóða mömmumat til að taka með

eirikur audunn audunsson fiskbud 0001 webKjöt- og fiskbúð Austurlands var formlega opnuð á Egilsstöðum í morgun. Verslunarstjórinn segir markmiðið að veita Austfirðingum úrvals vöru úr fjórðungnum á góðu verði.

„Við stefnum á að veita Austfirðingum kost á kaupa framleiðslu úr sínu eigin héraði á sem bestu verði ásamt því að gæðin séu alltaf í toppi," segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, sem í gær opnaði Kjöt- og fiskbúð Austurlands að Kaupvangi 23b á Egilsstöðum þar sem kjötvinnsla Snæfells var síðast til húsa.

Hann lofar fjölbreyttu úrvali af kjöti og fiski og viðeigandi meðlæti. „Við viljum bjóða upprunatengt kjöt á sambærilegu verði og gengur og gerist í öðrum verslunum," segir hann en í borðinu í dag var lamba- og nautakjöt frá bænum Blöndubakka.

„Fiskurinn verður nánast beint úr bátnum, flakaður og á verði sem fólk hefur ekki áður séð í sérvörubúðum," segir Eiríkur. Fiskur dagsins kemur víð að en útlit er fyrir að uppistaðan komi framvegis frá Seyðisfirði.

Í hádeginu verður síðan heitir réttir í boði. „Við verðum með mömmumat til að taka með."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar