Íbúafundur um Þokusetur og atvinnumál

stodvarfjordur mars2013 0022 webSveitarfélagið Fjarðabyggð í samvinnu við Austurbrú hafa boðað til íbúafundar í samkomuhúsinu við Fjarðarbraut á Stöðvarfirði klukkan 17:30.

Á fundinum verða kynntar hugmyndir um Þokusetur á Stöðvarfirði og síðan verður fjallað um atvinnumál bæjarins.

Þeir Hafliði Hafliðason, Hilmar Gunnlaugsson og heimamaðurinn Ívar Ingimarsson hafa undanfarið kynnt hugmyndir sínar um Þokusetrið.

Austfjarðaþokan þykir eitt af kennileitum Austurlands og með setrinu vilja þeir vekja safna saman margvíslegu efni sem tengist henni og miðla til áhugasamra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar