Mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað

neskMestum uppsjávarafla var landað í Neskaupstað á síðasta ári eða rúmlega 200.000 tonnum. Sex austfirskar hafnir eru á lista þeirra tíu sem taka við mestum afla en alls er um 60% uppsjávaraflans landað í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram að löndun uppsjávarafla hafi í auknu mæli færst til Austfjarða. Árið 1993 hafi 42% hans verið landað í fjórðungnum en hlutfallið síðan vaxið í 61%.

Rúmum 210.000 tonnum var landað í Neskaupstað í fyrra sem er svipað og árið 2012 en það eru tæp 23% heildaraflans.

Á Vopnafirði var landað rúmum 106.000 tonnum eða 11,5% og er sú höfn í þriðja sæti á landsvísu. Á milli koma Vestmannaeyjar með tæp 19% aflans.

Í frétt Fiskistofu segir að mestu hafi verið landað af loðnu í Neskaupstað, rúmlega 100.000 tonnnum eða 47,9%. Um 50.000 tonn voru síld og makríll 34.000 tonn. Engin önnur höfn kemst nálægt hlutdeild Neskaupstaðar í síld en tæpum þriðjungi allrar þeirrar síldar sem kemur á land hérlendis er landað þar.

Uppsjávarafli í austfirskum höfnum 2013

Röð á landsvísu Höfn Magn Hlutfall
1. Neskaupstaður 210.169 22,7%
3. Vopnafjörður 106.485 11,5%
4. Eskifjörður 86.491 9,4%
5. Hornafjörður 66.583 7,2%
7. Seyðisfjörður 44.076 4,8%
9. Fáskrúðsfjörður 37.450 4,1%
12. Reyðarfjörður 10.819 1,2%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar