Nýr Beitir og meiri kvóti til Síldarvinnslunnar
Nýr Beitir kom til hafnar í Neskaupstað í lok janúar. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir um að ræða hagkvæmara skip en hið eldra. Þá keypti fyrirtækið nýverið hlut af kvóta Stálskipa í Hafnarfirði sem hætt hafa útgerð.„Þetta er svipað skip og það eldra að burðargetu og öðru slíku en með tvær 3200 hestafla vélar í stað einnar 1100 hestafla. Það þýðir að það er mun sparneytnara og hagkvæmara í notkun," segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gamli Beitir var seldur til Noregs en nýja skipið hét áður Polar Amoraq og var fyrir ári keypt af grænlensku dótturfélagi Síldarvinnslunnar. Þótt það hafi skipt um eigendur er það alls ekki ókunnugt Norðfirði.
Þá keypti Síldarvinnslan nýverið kvóta upp á 3500 þorskígildi frá Stálskipum. Í samtali við Austurfrétt sagði Gunnþór að með kaupunum væri verið að mæta mikilli skerðingu í kvóta sem Síldarvinnslan hefði orðið fyrir í ýmsum fisktegundum.
„Þetta styrkir útgerðina því við erum með vannýtta afkastagetu á skipunum okkar."
Mynd: Kristín Hávarðsdóttir