Tuttugu tíma útkall til að bjarga ferðalangi sem tók ekki mark á lokunarskiltum
Björgunarsveitarmenn úr Vopna á Vopnafirði snéru aftur seinni partinn í gær eftir tuttugu tíma útkall. Farið var til að bjarga ferðalangi sem virti að vettugi allar athugasemdir um lokun á Möðrudalsöræfum.Frá þessu er greint á Facebook-síðu Vopna. Þrjár sveitir tóku þátt í aðgerðinni og lögðu til níu manns á sex jeppum.
Sveitirnar voru kallaðar út af lögreglu rétt eftir klukkan átta á laugardagskvöld til að aðstoða mann sem sat fastur í bíl sínum á Möðrudalsöræfum.
„Þetta var fólksbíll sem sat fastur eftir að hafa farið framhjá lokunum Vegagerðarinnar við Kröfluafleggjarann í Mývatnssveit. Hann virti að vettugi hlið með skiltum sem á stendur á nokkrum tungumálum að vegurinn sé lokaður, það eru blikkljós á hliðinu!"
Hliðinu var lokað um miðjan dag á laugardegi og vegurinn merktur ófær á kortum Vegagerðarinnar.