HSA: Færri mokstursdagar kunna að hafa áhrif á sjúkraflutninga

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirFækkun mokstursdagar á Möðrudalsöræfum kunna að hafa áhrif á flutninga sjúklinga á milli Akureyrar og Neskaupstaðar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands telur tímabundna minni þjónustu ekki ógna öryggi sjúklinga.

„Við teljum þetta ekki ógna öryggi sjúklinga þar sem flestir bráðaflutningar, sem ekki fara á umdæmissjúkrahúsið okkar, fara með sjúkraflugi til Akureyrar eða Reykjavíkur," segir Kristín Albertsdóttir, forstjóri HSA, aðspurð um hvaða áhrif aðgerðir Vegagerðarinnar hafi á stofnunina.

Vegagerðin ákvað vegna aðstæðna að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði tímabundið úr sex í tvo.

Kristín segir að hjá HSA hafi menn reynt að taka ákvörðuninni af ró þótt hún kunni að hafa einhver áhrif á sjúkraflutninga.

„Þetta getur í einhverjum tilvikum þýtt fleiri sjúkraflug og í öðrum tilvikum frestun á flutningi sjúklinga milli stofnana, þ.e. Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar