Gott atvinnuástand meðal iðnaðarmanna: Vantar helst kvennastörf
Atvinnuástand meðal menntaðra iðnaðarmanna á Austurlandi er gott sem og atvinnuástandið almennt í fjórðungnum. Helst eru það störf sem teljast sem „hefðbundin kvennastörf" sem skortir í fjórðungnum.Forsætisráðherra úthlutaði nýverið rúmum fimmtíu milljónum króna til sjö austfirskra verkefna af lið í fjárlögum sem áður heyrði undir ráðherranefnd um atvinnumál.
Í rökstuðningi með verkefnunum er tekið fram hvers konar atvinnu er vænst að þau skapi. Í öllum verkefnunum sjö er nefnt að iðnaðarmenn fái vinnu við framkvæmd þeirra. Í einu verkefni er sérstaklega tiltekið að fornleifafræðingur fái vinnu við skráningu og í einhverjum tilfellum verði til störf við menningu og ferðaþjónustu síðar.
Hins vegar virðist lítil þörf vera á að skapa sérstaklega störf fyrir iðnaðarmenn á Austurlandi.
„Það hefur verið talsverð fyrirspurn eftir faglærðum iðnaðarmönnum á Austurlandi undanfarin ár og það heyrir til undantekning að slíkur einstaklingur sé á atvinnuleysisbótum um einhvern tíma," segir Alfreð Steinar Rafsson, atvinnumiðlari hjá Vinnumálastofnun á Austurlandi, í svari við fyrirspurn Austurfréttar.
Hann bendir á að atvinnuleysi í fjórðungnum hafi verið með því minnsta á landinu. Um síðustu áramót hafi það verið 2,5% og farið niður í 1,5% í fyrrasumar.
„Helstu vandamál frá okkar bæjardyrum séð er skortur á hefðbundnum kvennastörfum. Það við um alla byggðakjarna á Austurlandi," segir Alfreð.
Hann bendir á að atvinnuleysi í fjórðungnum hafi verið með því minnsta á landinu. Um síðustu áramót hafi það verið 2,5% og farið niður í 1,5% í fyrrasumar.
„Helstu vandamál frá okkar bæjardyrum séð er skortur á hefðbundnum kvennastörfum. Það við um alla byggðakjarna á Austurlandi," segir Alfreð.