Norðfjarðargöng: Byrjað að sprengja í Fannardal

mars07032014 1Fyrsta sprenging Norðfjarðarmegin við ný Norðfjarðargöng var sprengd í gærkvöldi og nótt. Með því er hafinn eiginlegur gangagröftur í Fannardal.

Sprengingin var gerð í tvennu lagi. Fyrst var sprengdur innri hluti sniðsins en síðan var sprengt fullt snið. Fyrri sprengingin var í gærkvöldi en sú seinni í nótt.

„Þetta gekk vel og verður haldið áfram að bora og sprengja í dag," segir Guðmundur Þór Björnsson hjá Hniti verkfræðistofu sem sér um eftirlit verksins.

Töluverður snjór er á svæðinu og einhver snjóflóðahætta. „Við sjáum litlar spýjur víða um fjallið en það hefur ekkert fallið nálægt vinnusvæðinu," segir Guðmundur Þór.

Hann segir almennt ekki hættu á vinnusvæðinu en menn fari að öllu með gát þegar sprengt sé. Til dæmis sé ekki öll hleðslan sprengd í einu lagi með miklum hvelli heldur sé smá tími á milli sprenginga.

Mynd 1: Verið er að hlaða stafninn fyrir fyrstu sprengingu í Fannardal

Mynd 2: Sprengistjóri Metrostav, Ivan Pirsc er hér ásamt fulltrúa eftirlits, Guðmundi Þór Björnssyni, Hnit verkfræðistofu, í aðdraganda fyrstu sprengingar í Fannardal.

Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit

mars07032014 2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar