Ekki hægt að selja Ísland allt árið ef grunnþjónustan er ekki til staðar

fjardarheidi 30012013 0030 webMarkaðssvið Austurbrúar og samstarfsaðilar í Þingeyjarsýslum og Norðurlandi, mótmæla því að snjómokstursdögum á milli Egilsstaða og Mývatnssveitar hafi verið fækkað í tvo á viku. Slíkt hafi neikvæð áhrif á vetrarferðamennsku sem sé vaxandi atvinnugrein.

„Ljóst er að góðar samgöngur spila mikilvægt hlutverk í uppbyggingu ferðamannastaða og ferðaþjónustu. Því er nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst, þar sem að ekki er hægt að selja Ísland allt árið ef grunnþjónustan eins og snjómokstur er ekki til staðar," segir í ályktun frá markaðssviði Austurbrúar, Mývatnsstofu ehf., Húsavíkurstofu, Ferðamálasamtökum Þingeyjarsveitar og Markaðsstofu Norðurlands.

„Enginn ætlast til að vegir séu opnaðir í vitlausu veðri en um leið og það gengur niður er sjálfsagt að opna veginn. Við lýsum áhyggjum yfir þeim farvegi sem þessi mál virðast vera að fara í og skorum á stjórnvöld að hefjast nú þegar handa við að finna lausn á þessu máli, sem verði öllum til hagsbóta."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar